Starf í verslun

Við hjá Yeoman leitum að drífandi og þjónustuliprum einstaklingi til starfa í verslun okkar við Laugaveg 7.

Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti, vera skipulagður, ábyrgðarfullur, jákvæður og sýna frumkvæði í starfi.
Um er að ræða
starf á skapandi og skemmtilegum vinnustað. Reynsla og þekking á sölustörfum er mikilvæg.


Helstu verkefni og ábyrgð:
- Sala og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
- Umsjón og utanumhald með netpöntunum
- Útstillingar
, létt þrif og önnur almenn verslunarstörf

Hæfniskröfur:
- Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri
- Reynsla af
sölustörfum er mikilvæg
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvætt viðmót
- Færni í mannlegum samskiptum og að vinna vel í teymi
- Mikilvægt að sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Áhugi á tísku og útstillingum er mikill kostur
- Ábyrgðarkennd og stundvísi eru mjög mikilvæg
- Almenn tölvukunnátta
- Þekking á Shopify er kostur
- Þekkingu á samfélagsmiðlum er kostur


Yeoman ehf. rekur verslunina Yeoman á Laugavegi 7 í Reykjavík og netverslunina hilduryeoman.com

Yeoman hefur skapað sér sess á íslenskum markaði sem áfangastaður fyrir fagurkera. Merkið Hildur Yeoman hefur hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis.

 Fyrirtækið samanstendur af samheldnum hópi þar sem lögð er áhersla á að rækta styrkleika hvers starfsmanns. Fyrirtækið býður upp á möguleika til að vaxa í starfi fyrir réttan einstakling.

Sendu ferilskrá og kynningarbréf á sales@hilduryeoman.com fyrir 17. júlí 2024. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.